Nokkur orð
Um HEGAS
HEGAS er með allt fyrir tréiðnaðinn og flottar lausnir fyrir heimilin.
Kíktu í verslun okkar á Smiðjuvegi 1
HEGAS var stofnað í ársbyrjun 1988 og sérhæfði sig í innflutningi á hráefnisvörum og harðmálmsverkfærum fyrir tréiðnaðinn í upphafi. Reksturinn gekk vel og fjórum árum seinna hófst innflutningur á trésmíðvélum og tengdum vörum.
Þegar fyrirtækið var stofnað var það til húsa í 180 fm húsnæði að Smiðjuvegi 16d, en vegna aukinna umsvifa varð húsnæðið fljótlega of lítið og því var ráðist í að kaupa 425 fm húsnæði að Smiðjuvegi 8. síðla árs 1993. Fyrirtækið dafnaði vel og enn var húsnæðið orðið of lítið. Þann 1. maí 2000 flutti svo starfsemin í núverandi húsnæði að Smiðjuvegi 1. Upphaflega nýtti Hegas hluta af húsnæðinu en húsnæðið er nú alfarið í eigu Hegas u.þ.b. 3000 m2 þar sem öll starfsemi fyrirtækisins fer fram.
Fyrirtækið starfar enn í dag á sínu upphaflega sérsviði þ.e. að þjónusta tréiðnaðinn með hráefni, tæki og tól. Einnig er fyrirtækið með verslun á Smiðjuvegi 1 fyrir almenna viðskiptavini. HEGAS leitast við að veita góða þjónustu til fyrirtækja og einstaklinga.
AVANTECH YOU LÝSING
AvanTech YOU með þunnum hliðum í þremur litum, nokkrar hæðir og dýptir. Einnig snúrulaus lýsing fyrir AvanTech YOU. Með góðri lýsingu er auðveldara að sjá og finna hluti.
UM AVANTECH
AvanTech YOU!
Skúffukerfi sem státar af einstakri hönnun og sveigjanleikja utan sem innan. Hin fullkomna útkoma á skúffum.
Markmið AvanTech YOU er að uppfylla þarfir um fallega hönnun, meira rými og þægindi.
AvanTech YOU skúffur eru einstakar með beinar og þunnar hliðar, aðeins 13 mm, sem stuðlar að betri nýtingu og meira plássi í hverri skúffu.
Hugmynd verður að veruleika með fjölmörgum valkostum AvanTech YOU, í stíl og hönnun varðandi liti, form og efni.
Hvort heldur til notkunar í eldhúsi, baðherbergi eða stofu. Fjölbreytileiki AvanTech YOU gerir kleift að hanna innréttingar eftir persónulegum smekk á mismunandi hátt.